Leigðu bretti hjá okkur fyrir:

Búslóðina – Lagerinn – Dánarbúið – Tækin – Skjölin
Af hverju að versla við okkur?
Við bjóðum heildarlausn fyrir þig. Þú hefur samband og við sjáum um rest. Við sækjum geymsluvarninginn til þín, við pökkum öllu á bretti og komum fyrir í þar til gerðum hillustaðsetningum.

Þjónusta

Brettageymsla – allt á bretti
Þægileg lausn fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem kjósa góða heildstæða þjónustu, sveigjanleika og gott verð.
Allt sem kemur til okkar er sett á bretti og innsiglað með strekkifilmu. Þetta er gert til að auðvelda aðgengi og einnig til að halda ryki og óhreinindum frá.
Allt ferlið er sett upp með það fyrir augum að gera hlutina sem einfaldast og lágmarka fyrirhöfn viðskiptavina.
Sveigjanleiki okkar felst meðal annars í geymslurýminu en hægt er að fá geymslu frá 9.700 krónum á mánuði þ.e. eitt bretti. Eftir það er hvert bretti á 6.000 krónur. Sveigjanleikinn felst einnig í einfaldleikanum við að auka eða minnka geymslupláss. Að bæta við brettum eða fækka er einfalt mál. Þú sendir okkur fyrirspurn hér á síðunni.
Brettageymslan getur komið sér ákaflega vel fyrir smá eða meðalstór fyrirtæki sem eru með árstíðarbundinn lager. Að geta aukið og dregið úr lagermagni með stuttum fyrirvara á einfaldan máta getur verið dýrmætt þegar fyrirtæki þarf allann mögulegan slagkraft til uppbyggingar. Fyrir einstaklinga getur verið mjög gott að lágmarks geymslupláss kostar aðeins 9.700 krónur. Mjög margir þurfa aðeins að geyma lítið magn fyrir sanngjarnt verð.
Með þessu móti reynum við að koma til móts við þarfir viðskiptavina þ.e.a.s. lágmarka kostnað og hámarka sveigjanleika.
Mögulegt er að gera samninga til lengri tíma með afslætti, gegn staðgreiðslu.
Flutningur
Allir almennir flutningar
- Búslóðaflutningar
- Vörudreifing fyrir fyrirtæki
- Skutl á milli staða
Umbúðir
Seljum allt til pökkunar
- Pökkunarkassar
- Möppukassar
- Bókakassar
- Handstrekkifilma
- Bóluplast
- Límbönd
- Ruslapokar-svartir